Prenta |

Nýjar umsóknir fyrir næsta vetur

Ritað .

Unnið verður í umsóknum í júlí. Svars er að vænta þá til nýrra umsækjenda. Eldri nemum sem endurnýja umsókn komast sjálfkrafa inn. 

Prenta |

Aðalfundur foreldrafélagsins-fundarboð

Ritað .

Fundarboð.

Aðalfundur foreldrafélags Skólahljómsveitar Grafarvogs 3. Júní kl 20.00

1.      Setning fundar

2.      Kosning starfsmanna fundarinns.

3.      Skýrsla stjórnar

4.      Skýrsla gjaldkera

5.      Reikningar bornir til samþykktar

6.      Kosningar stjórnar

7.      Kaffihlé

8.      Lagabreytingar sjá neðar.

9.      Tillögur stjórnar

10.  Önnur mál.

Lagabreyting lögð fram maí 2013

4. grein

Aðalfund skal halda fyrir lok skólaársins og skal hann boðaður með hálfs mánaðar fyrirvara í tölvupósti og með auglýsingu á heimasíðu sveitarinnar.

Aðalfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað.

Stjórn og skoðunarmenn reikninga skulu kosnir til eins árs í senn.

Stjórn félagsins skipa fimm manns.  Stjórnin skiptir með sér verkum.

Reikningsári lýkur 30. apríl ár hvert.

Tillögur að lagabreytingum skulu birtar í aðalfundarboði.

Breyting

Aðalfund skal halda í byrjun skólaársins lok ágúst/byrjun sept. og skal hann boðaður með hálfs mánaðar fyrirvara í tölvupósti og með auglýsingu á heimasíðu sveitarinnar.

Aðalfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað.

Stjórn og skoðunarmenn reikninga skulu kosnir til tveggja ára í senn, annað árið skal kjósa tvo aðalmenn og skoðunarmann, hitt árið skal kjósa formann tvo aðalmenn og skoðunarmann. Formann skal alltaf kjósa sérstaklega.

Stjórn félagsins skipa fimm manns, formaður sem er sérstaklega kosinn og fjórir aðilar sem skipta með sér öðrum verkum.

Reikningsári lýkur 31. júlí ár hvert.

Tillögur að lagabreytingum skulu birtar í aðalfundarboði.

Rökfærsla

Betra að ná til fólks í byrjun skólaárs og skipuleggja árið framundan. Breytingar verða á högum fólks oft yfir sumarið. Foreldrar detta út eða byrja af því börnin þeirra detta úr náminu yfir sumarið eða hefja nám. Gott að fá foreldra ferska inn eftir sumarið. Breyting á bókhaldsári er gífurleg. Mikið er um ferðir að vori, utanferðir og fl. Sem lenda á sitt hvoru bókhaldsárinu. Eðlilegra er að bókhaldsárið fylgi starfseminni. Með því að kjósa til tveggja ára hefur helmingur stjórnarmanna reynslu af starfseminni. 

Bendi öllum foreldrum nemenda í hljómsveitinni að mæta á aðalfundi.  Allir foreldrar hafa þar atkvæðisrétt og geta því haft mestu áhrifinn á starfsemi félagsins með því að mæta og láta skoðanir sínar í ljós. Þar er rétti vettvangurinn til að koma með hugmyndir og láta ljós sitt skína.

Starf foreldrafélagsins byggist á því að hafa gott fólk við stjórn og hafa alla foreldra með sér í starfinu. Ekkert starf verður betra en það sem við foreldrarnir erum tilbúnir að leggja á okkur til að börnunum okkar líði vel í starfinu og erum tilbúinn að leggja á okkur til að fjármagna starfsemina.

Starfið er ekki rekið á styrkjum nema að litlu leiti (þar þurfa foreldar að koma inn og sækja um þar sem við á). Starfið er fjármagnað af vinnu okkar allra í félaginu og með þeim fjáröflunum sem eru í gangi hverju sinni. Sumt af því fer í persónulegan sjóð barnanna til að fjármagna t.d. ferðir (Spánarferð er framundan í sumar hjá elstu sveitinni og landsmót framundan næsta vetur hjá öllum sveitum).

Sjáumst öll kát og hress mánudaginn 3. Júní kl. 20:00

Prenta |

Dagskrá Grafarvogsdags 25.maí B og C sveit

Ritað .

grafarvogsdagurinn 2013

Prenta |

Framundan hjá C-sveit fram að Spánarferð

Ritað .

Hér er það sem er framundan hjá C-sveitinni fram að Spánarferð:

-Vorhátíð Húsaskóla 23.maí kl 1745-1815. Spilað úr Göngumöppunni. Tímasetning staðfest (mæting  kl 1715)

-20 ára afmæli Rimaskóla 24.maí kl 1545 Mæting í íþróttahús Rimaskóla kl 1530. Búin um kl 1600. Spilað úr göngumöppunni.

-Grafarvogsdagurinn 25.maí-Spilað úr göngumöppunni.

C sveit mætir kl 1200 í Húsaskóla

(B sveit mætir kl 930 í Húsaskóla)

grafarvogsdagurinn 2013

-Fundur foreldra og hljóðfæraleikara vegna Spánarferðar 3.júní. Foreldrar mæta kl 19.00. Hljóðfæraleikarar fá sér pizzu eftir æfingu C-sveitar. Muna að taka með 1000.-

-1.júni Æfingalaugardagur í Húsaskóla frá 10 og fram eftir degi. Bíó saman um kvöldið?

-5.júní Foldaskóli 5.júni kl 1130. Mæting í Foldaskóla kl 1100. Spilað úr göngumöppunni

Allar spilamennskur í rauða jakkanum og svart fyrir neðan belti.