Viðbragðsáætlun - Inflúensa

Viðbragðsáætlun Skólahljómsveitar Grafarvogs við inflúensufaraldri er að finna í heild sinni á pdf sniði hér:

Viðbragðsáætlun skólahljómsveitar Grafarvogs vegna inflúensufaraldurs.

Þessi áætlun er unnin upp úr sniðmóti Menntamálaráðuneytisins og er að flestu leiti áþekk viðbragðsáætlunum grunnskóla borgarinnar.

Það sem er sértækt fyrir Skólahljómsveit Grafarvogs er samandregið hér fyrir neðan (úr 8.kafla áætlunarinnar)

 

 

 

Viðbrögð við óvissuástandi (sértæk fyrir Skólahljómsveitina)

 

Viðbragðsáætlunin er kynnt kennurum og komið fyrir á  heimasíðu skólahljómsveitarinnar

 

Viðbrögð við hættuástandi

 

-Algjört bann er lagt við því að prófa hljóðfæri annarra, sem og munnskykki, kjuða og þess háttar.

 

-Kennarar sitjia í helst í eins metra fjarlægð frá nemendum í kennslu þegar það er hægt.

 

-Kennurum verður skylt að hafa með sér handspritt í kennslu og gæta vel að handþvotti eftir að hljóðfæri nemenda hafa verið handleikin.

 

-Nemendur minntir á handþvott fyrir og eftir notkun hljóðfæranna.

 

-Nemendur sem nota hljóðfæri sem eru í skólanum eru skyldaðir til að merkja sér hljóðfærin, til að koma í veg fyrir að aðrir noti þau hljóðfæri. Komið getur til þess að nemendur á stórum hljóðfærin verði að taka sín með sér í kennslu til að lágmarka samnýtingu á hljóðfærum.

 

-Ef kennari veikist fellur kennsla niður í viku tíma. Í upphafi skólaárs kynnir kennari nemendum

hvernig þeir geta haldið áfram að æfa sig heima í veikindaleyfi kennara.

 

-Ef til lokana kemur í einhverjum grunnskóla þar sem skólahljómsveitin heldur úti kennslu,fellur kennsla skólahljómsveitar þá niður í þeim einstaka skóla. Kennari tilkynnir þá nemendum sínum um það með tölvupósti auk þess sem hann lætur stjórnanda vita um það. Nemendur þeirra skóla mæta þá ekki á hljómsveitaræfingar.

 

-Stjórnandi er ábyrgur fyrir öllum aðgerðum og samskiptum við kennara og nemendur/forráðamenn.

 

-Ef stjórnandi (Einar Jónsson) veikist er hann leystur af af (nafn vantar). Ef (nafn vantar) veikist á þeim tíma er hann leystur af af Zoltan Szklenár (20.ágúst 2009).

 

Viðbrögð við neyðarástandi

 

Skólahljómsveitin fellir niður alla kennslu ef neyðarástandi er lýst yfir með samkomubanni.

Það er gert með tilkynningu á heimasíðu hljómsveitarinnar auk tölvupósts til nemenda/aðstandenda og kennara.

 

Hver annast verkefnisstjórn við gerð, uppfærslu og virkjun viðbragðsáætlunar í hverjum skóla?

Stjórnandi annast verkefnastjórn, uppfærslu og virkjun viðbragðsáætlunar í samstarfi við skólahjúkrunarfræðinga/heilsugæslu í nágrenninu.

 

Hvernig á að upplýsa nemendur, starfsmenn og aðstandendur um inflúensuna, útbreiðsluleiðir og hvernig draga megi úr smitleiðum? Þarf að endurskipuleggja ræstingu í þessu skyni eða útvega hlífðarbúnað?

Stjórnandi kemur upplýsingum um viðbrögð við faraldrinum fyrir á heimasíðu skólahljómsveitarinnar auk þess að senda tölvupóst til foreldra/forráðamanna auk kennara.

Kennarar segja auk þess nemendum frá viðbrögðunum. Kennarar hengja auk þess upp veggspjöld í sínum kennslurýmum til að minna á handþvott og aðferðir til að sporna við smiti.

Ítarlegri upplýsingar fá þeir hjá stjórnanda auk þess sem þeir eru hvattir til að afla sér grunnupplýsinga í bæklingi sem er að finna á www.almannavarnir.is og heitir ,,Munum eftir inflúensunni" svo og á www.influensa.is .

Upplýsingar um breytta ræstingu og hlífðarbúnað má fá á www.influensa.is .

 

 

Hvernig á að bregðast við veikindatilfellum nemenda í skólanum?

Viðbrögð við veikindatilfellum nemenda skólahljómsveitanna eru að nemendur eru sendir heim umsvifalaust ef veikinda verður vart í kennslu. Þeir eru skikkaðir til að halda sig heima í minnst viku frá þeim tíma. Kennari tilkynnir stjórnanda og foreldrum um þetta.

Kennarar tilkynna stjórnanda að auki um fjarvistir sem kunna að vera vegna veikinda.

 

Hvernig er skipulagningu afleysingakerfis lykilstarfsmanna (skólastjórnenda) ef til veikinda hjá þeim kemur?

Ef hljóðfærakennari er veikur heldur hann sig heima í minnst eina viku. Ef um veikindistjórnanda er að ræða er hann leystur af af Snorra Heimissyni og síðan Zoltan Szklenár.

 

Komi til lokunar skóla

 

Hvernig verður lokun auglýst og aflýst?

Ef til lokunar skóla kemur er tilkynnt um það á heimasíðu skólahljómsveitarinnar auk þess sem allir foreldrar/aðstandendur og kennarar fá um það tölvupóst. Stjórnandi gerir það. Gert er ráð fyrir að umsjónarmaður skóla (húsvörður) auglýsi lokun við allar inngönguleiðir í sínum grunnskóla.

 

Hvaða boðleiðir til og frá skóla haldast opnar þannig að nauðsynlegt upplýsingastreymi haldist gangandi?

Heimsíða skólahljómsveitarinnar verður uppfærð reglulega komi til neyðarstigs. Tölvupósti áThis e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. verður jafnframt svarað.

 

Hvernig má halda samstarfi/sambandi við heimili barna?

Sambandi við heimili verður haldið í gegnum tölvupóst ef þurfa þykir.

 

Aðstoð við erlenda skiptinema sem ekki geta komist úr landi.

Í skólahljómsveitinni eru engir skiptinemar.

 

Verður unnt að halda úti áframhaldandi skólastarfi í einhverri mynd þrátt fyrir lokun skóla?

Ef til lokunar skóla og skólahljómsveitar kemur er sjálfsagt að nemendur haldi áfram að æfa sig heima og fara þá að tilmælum kennara frá því í upphafi skólaárs.

 

Hvernig verður tryggð umsýsla fasteigna og öryggismála meðan á lokun stendur?

Umsýsla fasteigna og öryggismál skóla er í höndum grunnskólans sem Skólahljómsveitin leigir húsnæðið af.

 

 

Hvernig verður staðið að skipulagningu skólastarfs eftir opnun?

Við enduropnun skóla eftir lokun sendir stjórnandi boð um tímasetningar og aðferðir með tveggja daga fyrirvara. Kennarar endurskoða þá kennsluáætlun eftir aðstæðum.