Hljómsveitarstarfið
Fagleg sýnÍ Skólahljómsveit Grafarvogs er lögð áhersla á að hljóðfæraleikaranum "takist" það sem honum er ætlað að gera. Það að "takast" byggir upp sjálfstraust og sjálfsímynd. Því til viðbótar liggur í eðli starfsins mikið samspil og er því mikil áhersla lögð á samheldni nemendanna sem leika í sömu hljómsveit. Skólahljómsveitir eru þess vegna kjörinn félagslegur vettvangur.
Mikilvægt er að muna að starf í skólahljómsveit er ekki "tómstundastarf" heldur "áhugamál". Áhugamál stundar maður af kappi en ekki bara þegar maður hefur ekkert betra að gera. Vert er líka að muna að framlag hvers og eins er mikilvægt fyrir heildina, þar sem hinir treysta á þig.
Hvað er í boði?Áhersla er lögð á metnaðarfullt hljóðfæranám þar sem þeir sem óska geta tekið grunnpróf/miðpróf (stigspróf þess á milli) og stundað tónfræðinám til að fullgilda áfangaprófið.
Skólahljómsveitir eru vettvangur félagslegra samskipta í umhverfi sem býður upp á tónlistarupplifanir, samheldni og það að vinna saman með jafningjum að sameiginlegum takmörkum.
Æfinga- og kennslustaðir Hljómsveitaæfingar fara fram í Húsaskóla. Æfingatími hverrar sveitar kemur fram HÉR.
Varðandi kennslustaði er það reynsla skólahljómsveitanna að nemendur og foreldrar vilji hafa hljóðfæratímana í grunnskóla nemendanna á skólatíma. Þess vegna reynir Skólahljómsveit Grafarvogs að hafa kennslu á skólatíma í viðkomandi grunnskóla þegar það er mögulegt. Því miður er það ekki hægt með slagverkshljóðfærin.
Fyrir upplýsingar um kennslustofur er best að hafa samband við hljómsveitarstjóra HÉR.
Hlutverk og megintilgangur skólahljómsveitaSkólahljómsveitir eru starfræktar víða um land og má líkja þeim bæði við tónlistarskóla og tónlistarfélagsmiðstöðvar. Þær gegna mikilvægu hlutverki í sínu hverfi eða bæ með tónlistarflutningi á hátíðum og öðrum viðburðum.
Flestar hafa þann tilgang að:
- Stuðla að aukinni tónlistariðkun
- Jafna fjárhagsleg tækifæri foreldra til að senda börn sín í tónlistarnám
- Auka félagslegan þroska nemenda með skemmtilegu hljómsveitastarfi og hljóðfæraleik
- Styðja við tónlistaruppeldi grunnskólanema í samstarfi við skóla og menntastofnanir
- Halda tónleika og koma fram opinberlega.
Spurningar
Bent er á "Spurt & svarað" ef eitthvað er óljóst.