Prenta |

Saga hljómsveitarinnar

esjaminni


Saga

Skólahljómsveit Grafarvogs hóf starfsemi 1992 sem sérverkefni á vegum Skólaskrifstofu
Reykjavíkur, en var formlega stofnuð 21. mars 1993. Hún hafði frá upphafi haft aðsetur í
Foldaskóla og var ætlað að sinna nemendum í Grafarvogi. Stofnandi og stjórnandi frá
upphafi var Jón E. Hjaltason. Núverandi stjórnandi sveitarinnar er Einar Jónsson 
(byrjaði 1.ágúst 2007) sem hægt er að hafa samband við hér. Skólahljómsveit
Grafarvogs stóð fyrir landsmóti Samtaka Íslenskra Skólalúðrasveita í Grafarvogi árið 1997
og aftur 2004. Hljómsveitin gegnir þýðingarmiklu hlutverki í menningarlífi Grafarvogs og var
fulltrúi Reykjavíkurborgar á tónlistarhátíð evrópskra ungmenna árið1996. Þá hefur hún leikið
í Portúgal, Noregi, Lúxemborg og Ungverjalandi, aftur Noregi, Þýskalandi og Spáni.
Sveitin skiptist í þrjár sveitir og er skipuð liðlega eitt hundrað nemendum.

 

1993 Landsmót SÍSL í Hafnarfirði

1996 Tónleikarferð til Kaupmannahafnar, Danmörk

1997 Landsmót SÍSL Grafarvogi

1998 Tónleikaferð til Portúgal

1999 Landsmót SÍSL Blönduós

2000 Tónleikaferð til Noregs

2001 Landsmót SÍSL Reykjanesbær

2002 Tónleikaferð til Luxumburg

2003 Landsmót SÍSL Akureyri

2004 Landsmót SÍSL Grafarvogur

2005 Landsmót SÍSL Akranes

2007 Landsmót SíSL fyrir A&B sveitir Höfn í Hornafirði

2008 Landsmót SÍSL fyrir C sveitir Reykjanesbær 

2008 Tónleikaferð til Noregs

2010 Landsmót SÍSL fyrir C sveitir Mosfellsbæ

2010 Landsmót SÍSL fyrir A&B sveitir Vestmannaeyjar

2011 Þýskaland BC

2011 Landsmót fyrir CD-sveitir-Selfoss

2012 Landsmót AB sveitir á Akureyri

2013 Ungmennaskiptaferð Spánn C-sveit


Meira um sögu skólahljómsveitanna hér