Prenta |

Umsóknir-Hvernig sæki ég um?

Allir nemendur sem vilja taka þátt í starfi skólahljómsveitarinnar þurfa að útfylla rafræna umsókn að vori á heimasíðu Reykjavíkurborgar.
Nýjar umsóknir þurfa að berast eigi síðar en 31. maí.

Hér er stutt leiðbeiningarmyndband ef þú ert ekki viss um hvernig þetta er gert:
                  Umsókn í skólahljómsveit - Leiðbeiningar

Þegar þú ert tilbúin(n) að sækja um opnarðu Rafræna Reykjavík vefsíðuna og gengur frá umsókninni þar.

Nauðsynlegt er að lesa umsóknina vandlega yfir og fylla út eins vel og hægt er.

Smelltu á "Rafræn umsókn" hér að neðan ef þú vilt sækja um núna.

Rafræn umsókn

Engin inntökuskilyrði eru í sveitirnar en krafist er góðrar ástundunar og heimavinnu nemenda.

Innritun fer fram á vorin þó hægt sé að senda inn umsókn á haustin. Þeir nemendur sem senda inn umsóknir að vori ganga fyrir um pláss. Reikna má með að ekki komist allir inn á það hljóðfæri sem þeir óska eftir.