Spurt og svarað

Prenta |

Tilfærslur nemenda milli sveita

Hugmyndin er að hljóðfæraleikarar færist milli sveita þegar þau eru tilbúin til þess. Það er hljómsveitarstjórinn sem ákveður þetta. Til þess hefur hljómsveitarstjórinn ákveðin viðmið:

 

A-sveit. Inntökuskilyrði. Að nemandinn sé í 3.-.5.bekk og sé nægilega þjálfaður til að leika það efni sem er í spilun.

B-sveit. Inntökuskilyrði. Að nemandi hafi lokið 2.stigi, sé í 6.-8. bekk.

C-sveit. Inntökuskilyrði. Að nemandi hafi lokið 3.stigi/grunnprófi, sé í 9-10.bekk.

Nemandinn þarf svo að passa inn í félagsskapinn.

Stjórnandi metur þetta allt saman í heild og viðurkennir að undantekningar frá þessu geti komið upp.