Spurt og svarað

Prenta |

Velkomin í Skólahljómsveit Grafarvogs


Þessaglockenspielri síðu er ætlað að hjálpa þér svona í blábyrjun að finna þær upplýsingar sem vantar.
Dagatölin sem þú finnur ofarlega í vallistanum hér til vinstri segja okkur hvað er í gangi hverju sinni í grófum dráttum. Þú átt líklega eftir að nota þau mikið.

 

Skóladagatal-Vetur er PDF skjal með heildaryfirliti skólaársins í grófum dráttum (birt með fyrirvara um smávægilegar breytingar). Sjá hér til vinstri.

 

"Spurt og svarað" er líka nauðsynlegt að lesa þegar margar spurningar vakna í upphafi.

Ef þú hefur ekki fengið nægjanlegar upplýsingar eftir þann lestur er best að hafa samband við hljómsveitarstjórann eða þinn hljóðfærakennara.

Prenta |

Námsgreinar og hljóðfæri

Aðalfag allra í Skólahljómsveit Grafarvogs er samspil í hljómsveit.

Aukagreinarnar eru:
Hljóðfæranám og tónfræði fyrir duglega í B-sveit

 


Kennt er á eftirfarandi hljóðfæri:


Baritonhorn (euphonium)
Básúna
Fagott
Horn
Klarínetta
Kornett
Rafmagnsbassi
Saxófónn
Slagverkshljóðfæri (Trommur)
Trompet
Túba
Þverflauta