Viðurkenningar fyrir hljómsveitarleik
Sterkasti HLEKKURINN – Þéttasta GRÚPPAN
Sterkasti hlekkurinn 2014: JÓN ARNAR EINARSSON
Er «STERKASTI HLEKKURINN» vegna frábærrar frammistöðu í hljómsveitinni. Jón Arnar hefur verið einn að máttarstólpum þeirra hljómsveita sem hann hefur verið í og átt mikinn þátt í að gera hljómsveitina að því sem hún er í dag, vinningshafa Nótunnar 2013 fyrir samleik í miðnámi. Hann hefur tekið þátt í stórsveitum skólahljómsveita í Reykjavík frá upphafi, Stórsveit FÍH, Lúðrasveit Æskunnar, Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólanna, Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólans í Rvk, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og situr í stjórn Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins og borðið hróður skólahljómsveitarinnar víða.
JÓN ARNAR ER ÞAR AÐ AUKI GÓÐUR FÉLAGI, VINSÆLL Í HÓPNUM OG ER ALLTAF JÁKVÆÐUR Í EIGIN GARÐ OG ANNARRA
Sterkasti hlekkurinn 2013: BIANCA RÓSA ROLOFF
ER ”STERKASTI HLEKKURINN ” VEGNA FRÁBÆRRAR FRAMMISTÖÐU Í HLJÓMSVEITINNI. RÓSA HEFUR EIN AF MÁTTARSTÓLPUM ÞEIRRA HLJÓMSVEITA SEM HÚN HEFUR VERIÐ Í OG ÁTT MIKINN ÞÁTT Í AÐ GERA HLJÓMSVEITINA AÐ ÞVÍ SEM HÚN ER Í DAG, HANDHAFA NÓTUNNAR 2013 FYRIR SAMLEIK Í MIÐSTIGI.
RÓSA ER ÞAR AÐ AUKI GÓÐUR FÉLAGI, VINSÆL Í HÓPNUM OG ER ALLTAF JAKVÆÐ Í EIGIN GARÐ OG ANNARRA.
Sterkasti hlekkurinn 2012: Haukur Ingi Tómasson
ER ”STERKASTI HLEKKURINN 2012” VEGNA FRÁBÆRRAR FRAMMISTÖÐU Í HLJÓMSVEITARLEIK, GÓÐANN NÓTNALESTUR OG PRÚÐMENNSKU Í HVÍVETNA. HAUKUR ER EINI RAFBASSALEIKARINN Í SINNI SVEIT OG ÞARF AÐ LEIKA MJÖG SJÁLFSTÆTT OG STÓLA Á SJÁLFANN SIG ALLAN TÍMANN. ÞAÐ GERIR HANN MEÐ AFBRIGÐUM VEL.
HAUKUR ER ÞAR AÐ AUKI GÓÐUR FÉLAGI, VINSÆL Í HÓPNUM OG ER ALLTAF JAKVÆÐUR Í EIGIN GARÐ OG ANNARRA.
Sterkasti hlekkurinn 2011: BJARKI GUNNARSSON
Er „Sterkasti hlekkurinn 2011“ fyrir frábæra frammistöðu í hljómsveitarleik, góðan nótnalestur, inntónun og fallegan tón. Bjarki er eini hornleikarinn í sinni sveit og þarf að leika mjög sjálfstætt og stóla á sjálfan sig allan tímann. Það gerir hann með afbrigðum vel. Bjarki ber af á hljóðfærakynningum fyrir yngri skólafélaga sína og er þeim góð fyrirmynd. Bjarki er þar að auki góður félagi, vinsæll í hópnum og er alltaf jákvæður í eigin garð og annarra.
Sterkasti hlekkurinn 2010: BRYNDÍS BERGÞÓRSDÓTTIR
Er „Sterkasti hlekkurinn 2010“ í SHG fyrir frábæra frammistöðu í hljómsveitarleik, góðan nótnalestur, inntónun og fallegan tón. Bryndís er þar að auki góður félagi og vinsæl í hópnum.
Sterkasti hlekkurinn 2009: SVANHILDUR LÓA BERGSVEINSDÓTTIR
ER „STERKASTI HLEKKURINN 2009” í SHG FYRIR FRÁBÆRA FRAMMISTÖÐU VIÐ SLAGVERKSLEIK. GÓÐA LESTRARHÆGILEIKA, TAKTFESTU OG TÓNLISTARHÆFILEIKA. LÓA ER LÍKA FRÁBÆR Í HÓPASTARFI OG EFTIRSÓTTUR FÉLAGI.
Sterkasti hlekkurinn 2008: ÁSGRÍMUR ARI EINARSSON
Sá sem velst í þetta hlutverk þarf að uppfylla nokkra mikilvæga þætti: Áreiðanleika, taktfestu og tónvissu. Allir hinir stóla á þennan einstakling.
Þéttasta Grúppan 2014: Básúnudeil A-sveitar
Gunnar Guðmundsson
Árni Jökull Guðbjartsson
Básúnudeildin er skipuð mjög duglegum og áhugasömum hljóðfæraleikurum sem eru prýði fyrir hljómsveitina. Básúnan er mikilvæg í bassahlutverkinu með fallegar laglínur inn á milli, auk þess að vera í svalara lagi.
Þéttasta Grúppan 2013: Fagottdeild B-sveit
Berglind Bjarnadóttir
Ebba Kristín Yngvadóttir
Fagottdeildin er skipuð mjög duglegum og áhugasömum hljóðfæraleikurum sem eru prýði fyrir hljómsveitina. Fagottið er mikilvægt í bassahlutverkinu auk þess að leika fallegar línur inni á milli.
Aðrar hljómsveitir landsins ættu að líta öfundaraugum á fagottdeild Skólahljómsveitar Grafarvogs.
Þéttasta Grúppan 2012: KORNETTDEILDIN Í A2-SVEIT
Emma Dögg Elvarsdóttir
Melkorka Fanný Kristófersdóttir
Friðrik Orri Kristjánsson
Guðjón Gauti Guðjónsson
Helga Rún Guðmundsdóttir
Kristján Ari Jóhannsson
María Guðmundsdóttir
Orri Már Arnarson
Theodór Júlíus Blöndal
Kornettdeildin er skipuð mjög duglegum og áhugasömum hljóðfæraleikurum sem eru prýði fyrir hljómsveitina. Aðrar hlómsveitir landsins ættu líta öfundaraugum á Kornettdeild Skólahljómsveitar Grafarvogs.
Þéttasta Grúppan 2011: HORNDEILDIN Í A-SVEIT
Horndeildin er skipuð mjög duglegum og áhugasömum hljóðfæraleikurum sem eru prýði fyrir hljómsveitina. Aðrar hlómsveitir landsins líta öfundaraugum á horndeild Skólahljómsveitar Grafarvogs.
DANÍEL BJARKI STEFÁNSSON
EDDA ANIKA EINARSDÓTTIR
KRISTJÁN BJARKI HALLDÓRSSON
STEINDÓR ANDRI INGVARSSON
Þéttasta Grúppan 2010: BÁSÚNUDEILDIN Í B-SVEIT
Kraftmikil grúppa með stórt tónsvið og góðum lesurum sem eru ávallt vakandi. Einstaklingar sem eru góðir félagar.
JÓN ARNAR EINARSSON, Básúna
THORSTEN ALEXANDER ROLOFF, Básúna
Þéttasta Grúppan 2009: SLAGVERKSDEILDIN Í A-SVEIT.
Þessi grúppa er hreint út sagt flott á að líta og flott á að hlýða. Við þörfnumst hennar til að gera bandið að því sem það er.
EÐVALD ATLI SIGURVALDASON, Slagverk
GUÐMUNDUR HRAFN BALDURSSON, Slagverk
Þéttasta Grúppan 2008: BASSADEILD TRÉBLÁSARA
Skólahljómsveit Grafarvogs veitir með stolti viðurkenninguna „ÞÉTTASTA GRÚPPAN 2008”
Þessi grúppa er hreint út sagt flott á að líta og flott á að hlýða. Við þörfnumst hennar til að gera bandið að því sem það er. Þetta er bassadeildin í tréblásarahópnum sem hefur breytt hópnum í „band”.
BRYNDÍS ÞÓRSDÓTTIR, Fagott
DAGNÝ PÉTURSDÓTTIR, Fagott
EDDA ÓSKARSDÓTTIR, Bassaklarinett