Þarf að eiga búning og hvernig fæst hann?

Já, öll börn sem eru í Skólahljómsveit Grafarvogs þurfa að eignast klæðnað sem þau þurfa að vera í á tónleikum, skrúðgöngum og öðrum uppákomum sem Skólahljómsveit Grafarvogs stendur fyrir.
Nemendur í A-sveitum kaupa svartan bol (kr. 3.500-) merktan hljómsveitinni og svartar buxur (4.400-).
Nemendur í B-sveit bæta svo við rauðum hljómsveitarjakka. (kr. 6.000- barna / 7500- fullorðins)
Bolirnir eru svartir og merktir Skólahljómsveit Grafarvogs. Bolina þarf að kaupa hjá búningaverði sveitarinnar. Vinsamlega hafið samband við foreldrafélag Skólahljómsveitarinnar í tölvupósti SHGbuningar (hjá) gmail.com til þess að fá bol. Hægt er að gefa hljómsveitinni boli, sem eru orðnir of lítlir. Þeir eru seldir á lágu verði sem "notaðir bolir" til þeirra sem ekki vilja eða geta fjárfest í nýjum bolum. Nýir bolir kosta 3.500 kr en notaðir bolir 1.000 kr.
Hljómsveitarjakkinn er rauður og merktur Skólahljómsveit Grafarvogs.
Á tónleikum innanhús eru börnin í hljómsveitarbolunum, svörtum buxum og svörtum skóm.
Á tónleikum utanhúns og í skrúðgöngum eru börnin í hljómsveitarbolunum, svörtum buxum og svörtum skóm. Auk þess eru börnin í rauðum jökkum.