Fréttir

Prenta |

Dagskrá-Svæðisþing tónlistarkennara höfuðborgarsvæði

Ritað . Efnisflokkur: Almennar fréttir


Haldið föstudaginn 23. september 2011 í sal FíH, Rauðagerði 27

 

9:30 Setning og tónlistaratriði


 

9:35 Hver er reynslan af prófakerfi Prófanefndar tónlistarskóla?

 

Elín Anna Ísaksdóttir, tónlistarkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, kynnir frumniðurstöður rannsóknar þar sem reynsla tónlistarkennara og skólastjórnenda af áfangaprófakerfinu var til skoðunar. Í erindi sínu kemur Elín Anna inn á eftirfarandi þætti: Samskipti við Prófanefnd varðandi umsóknarferli og einkunnaskil, form áfangaprófa og samskipti við prófdómara, markmið um samræmingu, stöðu nemandans í prófakerfinu o.fl. Rannsóknin er lokaverkefni Elínar Önnu í meistaranámi við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Umræður.

 

10:30     Kaffihlé

10:50 Heildstæð kennsla í tónfræðagreinum og hljóðfæraleik

„Áhugi nemenda skiptir sköpum um framvindu og góðan námsárangur“

Í grunn- og miðáfanga tónfræðanáms „er gert ráð fyrir samþættri kennslu tónfræðagreina þar sem inntak einstakra greina fléttast með ýmsum hætti saman við margvíslega virkniþætti, svo sem hljóðfæraleik, söng, hreyfingu, lestur, skráningu, hlustun, greiningu og sköpun.“

„Mikilvægt er að nám í tónfræðagreinum og hljóðfæranám myndi eina heild. Til að svo megi verða þarf að huga að heildarskipulagningu og markvissri samvinnu innan skólans. Brýnt er að í skólum séu þróaðar aðferðir til að styðja við slíkt samstarf svo að tryggja megi að nemendur fái heildstæða kennslu í tónfræðum og hljóðfæraleik.“ (Tónfræðinámskrá bls. 8-9)

Jón Hrólfur Sigurjónsson, tónfræðikennari, mun halda erindi um efnið með praktísku uppleggi fyrir þátttakendur. Kallað hefur verið eftir ábendingum um kennara á svæðunum til að taka þátt í efnissmiðju með dæmum um nálgun sem reynst hefur vel í þessu sambandi.

12:00 Hádegisverður

13:00 Hvernig kennum við tónlistarnemendum að skapa sína eigin tónsmíð?

Tryggvi M. Baldvinsson, aðjúnkt við tónlistardeild Listaháskóla Íslands, stýrir smiðju undir yfirskriftinni „Hvernig kennum við tónlistarnemendum að skapa sína eigin tónsmíð?“

Fyrirkomulag smiðjunnar verður með eftirfarandi hætti:

  • Faglegt innlegg um fræðin – praktískt upplegg/sýnidæmi á blöðum,
  • samræða við þátttakendur þar sem kallað er eftir þeirra nálgun og aðferðum í kennslu inn í hugmyndabanka,
  • lifandi sýnidæmi um kennsluaðferðir þar sem þátttakendur verða fengnir til að búa til litlar tónsmíðar.

14:30     Kaffihlé

15:00 Framkvæmd nýs kjarasamnings

Farið verður yfir framkvæmd nýrra ákvæða í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag tónlistarskólakennara og Félag íslenskra hljómlistarmanna frá 31. maí sl. Starfstími skóla verður sérstaklega ræddur og ákvæði um hlutanemendur og samkennslu. Fyrirspurnir og umræður.

16:00     Þingslit