Prenta |

Covid19 tilfelli í nemendahópi Skólahljómsveitar Grafar

Ritað .

Smit hefur greinst í nemendahópi Skólahljómsveitar Grafarvogs.

Gripið hefur verið til aðgerða í viðkomandi grunnskóla nemandans.

Í skólahljómsveitinni mun kennari nemandans fara í sóttkví og þrifið verður sérstaklega vegna málsins.

Kennarinn verður í sambandi við sína nemendur og mun halda uppi kennslu í gegnum fjarfundakerfi í samráði og samstarfi við foreldra.

Nemandi/nemendur í sóttkví fá sína kennslu þannig líka í öllum tilfellum.

Veikist aðilar gegnir auðvitað öðru máli og mikilvægt að fá tækifæri til hvíldar.

Kennsla heldur áfram og eins og fyrr, í samræmi við tilmæli yfirvalda,  og geta foreldrar haft samband við kennara eða stjórnanda ef spurningar vakna.

Við störfum áfram með það að leiðarljósi að vekja gleði og viðhalda áhuga – en gætum fyllstu varkárni og förum nákvæmlega að öllum fyrirmælum sem gefin eru

Bestu kveðjur