Prenta |

Nýjar umsóknir, biðlistar og laus pláss

Ritað .

Mjög margar umsóknir bárust þetta vorið en takmarkaður fjöldi plássa laus. 40% umsækjenda komust ekki að núna þó pláss geti losnað skyndilega. Allir sem ekki hafa fengið pláss eru á biðlista.

Ég mun vera í sambandi þegar losnar um kennslu sem fer fram í grunnskóla umsækjanda á þau hljóðfæri sem sótt er um á.

Ath.
Þó eru laus tvö pláss á horn í Foldaskóla og Vættaskóla Engi.
Eitt pláss er laust á fagott (kennslan fer fram í Húsaskóla)
Tvö laus pláss á básúnu í Sæmundarskóla.
Látið mig endilega vita líka ef áhugi er á að velja annað hljóðfæri (en valið var í umsókninni) ef eitthvað annað losnar, með því að senda póst á netfangið einar.jonsson (at) rvkskolar.isa1 nýbyrjaðir á uppskeruhátí

Prenta |

Viltu panta hljómsveit til að spila?

Ritað .

Áhugasamir um að panta hljómsveitina til að koma að spila er bent á að hafa samband við stjórnanda This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða síma 6648189

Prenta |

Bent er á facebook í stað heimasíðu

Ritað .

facebook logo

Meðlimir í hljómsveitinni og aðstandendur þeirra geta fengið aðgang að Facbook síðu þar sem fram koma helstu mál varðandi starfið og líðandi stund. Sá hópur er heitir

facebook.com/groups/skolahljomsveit.grafarvogs

Aðdáendur sem vilja fylgjast með geta "lækað" við "læksíðu á Facebook. Nafn hennar er

https://www.facebook.com/skolahljomsveit.grafarvogs/

Þar eru nýrri upplýsingar en á heimasíðunni hér sem er hugsuð sem "statísk" staðreyndasíða.

Prenta |

Aðafundur foreldrafélags yfirstaðinn og ný stjórn kjörin

Ritað .

fagottin okkar-5351

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi foreldrafélagsins 30.9.2015. Þau sem kjörin voru eru:

Andri Stefánsson ferðanefnd

Arndís Hilmarsdóttir gjaldkeri

Ásta Ásgeirsdóttir búningamál

Olga Hrönn Olgeirsdóttir ritari

Árný Guðmundsdóttir formaður

 

Við bjóðum þau velkomin til starfsins og þökkum þeim fyrir að taka að sér svo mikilvægt starf.