Prenta |

Öllum tónleikum frestað fram yfir 15.apríl

Ritað .

Sæl öll. Borist hafa upplýsingar frá Skóla- og frístundasviði sem varða okkur öll í skólahljómsveitinni vegna viðbragða við Coronaveirunni.

Við þurfum að fresta öllum tónleikum og tónfundum fram til 15.apríl.

Staðan verður endurmetin þegar nær dregur.

Forsendur eru þær að hópar sem hittast reglulega, s.s. skólabarnahópar og kennarar þeirra, geta haldið starfsemi áfram….í bili.

Hins vegar þarf að setja á ís allar samkomur þar sem leiddir eru saman hópar sem ekki hittast reglulega auk þess sem samkomur sem ætlaðar eru hópum þvert á kynslóðir eru ekki heppilegar.

Þetta þýðir að vortónleikarnir okkar sem fyrirhugaðir voru miðvikudag 25.mars verða færðir til 6.maí kl 1930 (þangað til annað kemur í ljós). Þeir verða í Fella- og Hólakirkju.

Einnig er rétt að taka fram að fara varlega vegna matar á æfingadögum (B sveit 21.mars í Húsaskóla) sem eru á dagskrá á næstunni og ítreka fyrir öllum að gæta fyllsta hreinlætis og spritta sig fyrir og eftir.

Skólahljómsveitir Reykjavíkur draga sig þá sjálfkrafa úr þátttöku í Stórsveitamaraþoni í Hörpu (sunnudag 22.mars)

Uppskeruhátíð tónlistarskólanna, Nótan, sem fyrirhuguð var sunnudaginn 29.mars í Hörpu, hefur verið frestað um ár. Þar höfðum við boðað komu okkar með fimm manna samspilshóp.