Stóri Skólahljómsveitadagurinn 17.maí
Stóri skólahljómsveitadagurinn í Reykjavík er haldinn 17.maí 2014 í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum.
Garðurinn er opinn frá 10-17.
10.30 A-sveitir mæta
11.00. Skólahljómveit Austurbæjar (A-sveit) byrjar að spila á torginu milli vísindatjalds og svínafjóss (nálægt selunum) og Skólahljómsveit Grafarvogs (A-sveit) byrjar að spila v/sjoppuna í fjölskyldugarðinum v/vísindabrunn.
Þegar þessar sveitir hafa lokið leik sínum fara þær í grill og fá pylsur og eitthvað að drekka. Í kjölfarið af því fá þau dagpassa og geta farið að leika sér í tækjum að vild
11.30 Skólahljómveit Árbæjar og Breiðholts (A-sveit) tekur við af Austurbæjarsveitinni og Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar (A-sveit) tekur við að SHG. Þegar þær hafa lokið leik sínum fara þau í pylsur og fá afhenta dagpassa.
12.30 B-sveitir mæta
13.00 C-sveitir mæta og fá afhenta dagpassa
13.00 Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts (B-sveit) byrjar að spila við vísindabrunn og Skólahljómsveit Vestubæjar og Miðbæjar (B-sveit) byrjar að spila á torginu hjá selum. Þau fara í grill að loknum leik sínum og fá afhenta dagpassa.
13.30 Skólahljómsveit Austurbæjar (B-sveit) tekur við af SÁB og Skólahljómsveit Grafarvogs (B-sveit) tekur við að tekur við af vesturbæjarsveitinni. Þau fara í grill að loknum leik sínum og fá afhenta dagpassa.
14.30 C-sveitir gera sig klárar fyrir marseringar
15.00 C-sveit Skólahljómsveitar Grafarvog byrjar göngu frá „allé“ sem liggur frá grasagarðinum að húsdýragarðinum. Gengið er inn í Húsdýragarðinn og farinn hringur í gegnum fjölskyldugarðinn. Gangan tekur ca. 20-25 mínútur. Hún endar á sama stað og byrjað var. Þegar komið er þangað er Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts(C-sveit) búin að stilla sér upp og tekur við göngunni og gengur sömu leið. Þegar SÁB lendir mun Skólahljómsveit Austurbæja (C-sveit) taka við. Þegar göngum er lokið fara allar c-sveitir í grill.
C-sveit Skólahljómsveitar Vesturbæjar mætti annað hvort spila fyrir alla gestina við grillið eftir marseringar eða halda turntónleika uppi í stóra turni fjölskyldugarðsins. Það fer dálítið eftir veðri.
Praktískt:
1. Allar sveitir mæta með a.m.k. tvær pylsur á hvern mann í sinni sveit og einn svaladrykk
2. Allar sveitir sjá til þess að það séu foreldrar tilbúnir til þess að grilla ofaní sitt lið
3. Þær sveitir sem spila á Vísindatorginu pakka upp í hvíta stóra bóndabænum sem er skordýrasafn núna, en verður ekki þá. Þær sveitir sem spila v/vísindabrunn pakka upp í stóra veislutjaldinu.