Prenta |

Aðalfundur foreldrafélags

Ritað .

auglýsing aðalfundur foreldrafélagsins

Prenta |

Boð á (fjar)aðalfund Foreldrafélags Skólahljómsveitar Grafarvogs-miðvikudaginn 7.október kl 20

Ritað .

fjarfundur

Aðalfundur foreldrafélags SHG verður haldinn miðvikudaginn 7. október 2020 kl 20:00 á slóðinni 

https://meet.jit.si/AdalfundurforeldrafelagsSHGhaust2020

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, en vakin er athygli á því að komin eru fram framboð í stjórn.

Eftirfarandi tillögur til lagabreytinga koma frá núverandi stjórn.

4. grein Aðalfund skal halda fyrir lok skólaársins og skal hann boðaður með hálfs mánaðar fyrirvara í tölvupósti og með auglýsingu á heimasíðu sveitarinnar. Aðalfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað. Stjórn og skoðunarmenn reikninga skulu kosnir til eins árs í senn. Stjórn félagsins skipa fimm manns. Stjórnin skiptir með sér verkum. Reikningsári lýkur 30. apríl ár hvert. Tillögur að lagabreytingum skulu birtar í aðalfundarboði.

4. grein
Aðalfund skal halda eigi síðar en 30. september ár hvert og skal hann boðaður með 10 daga fyrirvara í tölvupósti og með auglýsingu á Fésbókar- og heimasíðu sveitarinnar. Aðalfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað. Stjórn og skoðunarmenn reikninga skulu kosnir til eins árs í senn. Stjórn félagsins skipa fimm manns. Stjórnin skiptir með sér verkum. Reikningsári lýkur 31. ágúst ár hvert.
Tillögur að lagabreytingum skulu birtar með aðalfundarboði.

5. grein Störf aðalfundur eru:
1) Stjórnin gefur skýrslu um starfsemi félagsins að liðnu starfsári.
2) Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga til umræðu og samþykktar.
3) Lagabreytingar ef fyrir liggja tillögur um þær.
4) Ákvörðun tekin um félagsgjöld næsta árs.
5) Kosning stjórnar.
6) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
7) Önnur mál.

5. grein
fella út lið 4 (þar sem ekki er um félagsgjöld er að ræða)

7. grein Ef þörf krefur, getur stjórn félagsins leitað til annarra meðlima og félaga vegna sérstakra verkefna og nemendastarfa án þess að boða til félagsfundar. Að öðru leyti boðar stjórnin til félagsfundar þegar þörf er á. Stjórninni er skylt að halda félagsfund er forráðamenn 20 barna óska þess. Fundarboð skal sent í tölvupósti og birt á heimasíðu hljómsveitarinnar og fundarefni tilgreint.

7. grein
Ef þörf krefur, getur stjórn félagsins leitað til annarra meðlima og félaga vegna sérstakra verkefna og nemendastarfa án þess að boða til félagsfundar. Að öðru leyti boðar stjórnin til félagsfundar þegar þörf er á. Stjórninni er skylt að halda félagsfund er forráðamenn 20 barna óska þess. Fundarboð skal sent í tölvupósti og birt á Fésbókar- og heimasíðu hljómsveitarinnar og fundarefni tilgreint. 

Prenta |

Samkomubann og börn

Ritað .

Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum.

Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum. Gott er að hafa eftirfarandi í huga:

  • Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfinu ættu ekki að vera í návígi utan skóla.
  • Hafi börnin þroska til að fara eftir leiðbeiningum sem snúa að minni snertingu við vini er ekki útilokað að þau geti hist í leikjum. Leikirnir mega ekki fela í sér beina snertingu, notkun á sameiginlegum leikföngum eða búnaði sem snertur er með berum höndum.
  • Börn og ungmenni ættu ávallt að þvo sér vel um hendur bæði áður en þau hitta félaga sína og eftir að þau koma heim.
  • Fjölskyldur ættu að hafa í huga að ef börnin umgangast mikið vini eða frændsystkini úr öðrum skólum eða skólahópum þá verður til tenging milli hópa sem annars væru aðskildir. Slíkt ætti að forðast eins og kostur er.
  • Fjölskyldur eru hvattar til að nýta sér tæknina til að halda góðum tengslum við ástvini sem eru í áhættuhópum vegna COVID-19 sýkinga, eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
  • Einnig væri hægt að nota tækifærið að kenna börnunum að skrifa sendibréf og æfa í leiðinni skrift, stafsetningu, virkja ímyndunaraflið og hugsa í lausnum þegar kemur að samskiptum við ástvini okkar.

Varðandi heimili þar sem sumir eru í sóttkví en aðrir ekki:

  • Börn sem hafa þroska og getu til að sinna eigin hreinlæti og halda viðeigandi fjarlægð við foreldra sem eru í sóttkví sem og við skólafélaga geta áfram sinnt námi í skólastofu. Mikilvægt er að gæta að hreinlæti t.d. nota sér salernisaðstöðu.
  • Foreldrar stálpaðra barna sem eru í sóttkví og geta haldið viðeigandi fjarlægð frá börnunum meðan á sóttkví stendur geta áfram sinnt vinnu á vinnustað ef fjarvinna er ekki í boði.
  • Heimilið verður allt að fara í sóttkví ef börn hafa ekki þroska eða getu til að virða þær ráðstafanir sem gilda í sóttkví. Önnur leið til að leysa slíkt væri ef þeir sem ekki eru í sóttkví færu eitthvað annað á meðan á henni stendur.
Prenta |

Covid19 tilfelli í nemendahópi Skólahljómsveitar Grafar

Ritað .

Smit hefur greinst í nemendahópi Skólahljómsveitar Grafarvogs.

Gripið hefur verið til aðgerða í viðkomandi grunnskóla nemandans.

Í skólahljómsveitinni mun kennari nemandans fara í sóttkví og þrifið verður sérstaklega vegna málsins.

Kennarinn verður í sambandi við sína nemendur og mun halda uppi kennslu í gegnum fjarfundakerfi í samráði og samstarfi við foreldra.

Nemandi/nemendur í sóttkví fá sína kennslu þannig líka í öllum tilfellum.

Veikist aðilar gegnir auðvitað öðru máli og mikilvægt að fá tækifæri til hvíldar.

Kennsla heldur áfram og eins og fyrr, í samræmi við tilmæli yfirvalda,  og geta foreldrar haft samband við kennara eða stjórnanda ef spurningar vakna.

Við störfum áfram með það að leiðarljósi að vekja gleði og viðhalda áhuga – en gætum fyllstu varkárni og förum nákvæmlega að öllum fyrirmælum sem gefin eru

Bestu kveðjur